Vistverndarfólk hressir upp á leiðbeinendataktana

Forsíða SkrefVið hjá Vistvernd í verki höfum mikinn hug á að halda uppi öflugu visthópastarfi. Fjöldi fólks er nú á biðlista eftir að komast í visthóp og vantar okkur því leiðbeinendur. Sumir hafa kvartað yfir því að vera farnir að ryðga í fræðunum. Til að ráða bót á því höfum við því ákveðið að bjóða upp á örnámskeið og spjall fyrir leiðbeinendur Vistverndar í verki mánudaginn 5. október kl. 20.00 hjá Sirru í Farfuglaheimilinu í Laugardal.
 
Bryndís Þórisdóttir, áður verkefnisstjóri hjá Vistvernd í verki, stýrir spjallinu og rifjar upp fræðin.
 
Til að stuðla að endurnýjun í leiðbeinendastétt ætlum við líka að halda námskeið í lok október og verða sendar út upplýsingar þegar nær dregur. 
 

Skráning hjá vistvernd@landvernd.is eða í síma 552 5242


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband