Náttúruvernd á krossgötum - vörn og sókn

Dagskrá náttúruverndarþings

Náttúru- og umhverfisverndarsamtök á Íslandi boða til náttúruverndarþings í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð laugardaginn 24. apríl nk. kl. 10.00-15.30.

Náttúruverndarþing er haldið til að leiða saman alla þá sem hafa áhuga á umhverfis- og náttúruverndarmálum. Markmiðið er að skapa öflugan grundvöll samstarfs og umræðu um málefni og baráttuaðferðir náttúruverndarfólks og náttúruverndarsamtaka á Íslandi.

Dagskrá náttúruverndarþings er tvíþætt. Fyrri hluti þingsins verður helgaður þeim verkefnum sem verið hafa til skoðunar og mest hefur borið á í umræðunni að undanförnu. Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur setur þingið. Fyrst á dagskrá er síðan ávarp umhverfisráðherra Svandísar Svavarsdóttur. Að því búnu flytur Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur erindi um verndun jarðminja á framkvæmdasvæðum. Þá tekur til máls Katrín Theódórsdóttir, lögmaður og fjallar hún um löggjöf um náttúruvernd og rammaáætlun og þvínæst Einar Ó. Þorleifsson, náttúrufræðingur um endurheimt votlendis og loftslagsbreytingar. Þegar nær dregur hádegi verður sjónum beint inn á við. Fyrstur talar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands um stöðu náttúruverndar og að lokum slær Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar botninn í fyrsta hluta þingsins með því að velta fyrir sér þýðingu náttúruverndarsamtaka og mikilvægi þeirra í nútíð og framtíð.

Seinni hluti þingsins verður að hætti Heimskaffis helgaður málstofum um verkefnin framundan og leiðir til að takast á við þau.Mikilvægt er að náttúruverndarfólk fjölmenni á þingið til að leggja á ráðin og hafa áhrif á þróun náttúruverndar á Íslandi til framtíðar.

Boðið verður upp á kaffiveitingar. Súpa og brauð í hádeginu gegn vægu verði.

ALLIR VELKOMNIR!

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Landverndar í síma 552 5242 eða með pósti til sigrunpals@landvernd.is

Upplýsingar hjá Einari Ó. Þorleifssyni í síma 857 2161 og Sigrúnu Pálsdóttur í síma 552 5242/866 9376Þingið er haldið á vegum helstu náttúruverndarsamtaka á Íslandi í dag.

Hugmyndin er að halda náttúruverndarþing frjálsra félagsamtaka annað hvert ár í framtíðinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband