Ferð á háhitasvæði í fjallaþyrpingu Kerlingarfjalla 24. júlí

oskarhver2Helgina 24.-25. júlí blása Landvernd og Hálendisferðir til jarðfræðiferðar í Kerlingarfjöll í fylgd Sigmundar Einarssonar og Kristjáns Jónassonar jarðfræðinga hjá Náttúrufræðistofnun. Tilgangur ferðarinnar er að skoða hið afar litríka háhitasvæði frá sjónarhorni náttúruverndar en Kristján og Sigmundur höfðu með höndum að rannsaka svæðið út frá verndargildi þess í tengslum við gerð rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða sem nú er til afgreiðslu á þingi.

Gist verður eina nótt í Kerlingarfjöllum. Um er að ræða tjaldferð en einnig er hægt að bóka gistingu í skála sé þess óskað. Boðið verður upp á kvöldverð á komudegi, morgunverð og nesti seinni daginn.Enn eru nokkur sæti laus og hægt að bóka sig í ferðina á www.halendisferdir.is

Tilhögun ferðarinnar er með þeim hætti að fyrri daginn hittist hópurinn kl. 9 á BSÍ þaðan sem ekið verður að Ásgarði í Kerlingarfjöllum þar sem við tjöldum og snæðum hádegisnesti. Að því loknu verður gengið á Fannborg og Snækoll. Þaðan er frábært útsýni yfir Efri-Hveradali og fjallaklasann í heild sinni. Þar verður jarðfræði svæðisins útskýrð ásamt tengingu við landið umhverfis Kerlingarfjöll. Að göngu lokinni bíður okkur sjóðheit kjötsúpa að hætti Stínu Páls í tjaldbúðum.

Seinni daginn verður gengið suður í Hveradali og skoðaðar ýmsar gerðir af hverum, þar á meðal miklir brennisteinshverir. Þegar kemur suður að Grænutjörn verður haldið upp fyrir Löngufönn og gengið eftir fjallsrimanum vestan við Hveradali til baka. Riminn er jafnframt öskjubrot. Á leiðinni er horft niður í Hverabotn og einnig fæst gott útsýni til líparítfjallanna í austri og vestri. Göngunni lýkur við Þröskuld þaðan sem ekið verður tilbaka til Reykjavíkur.

Hálendisferðir sjá um bókanir í síma 864 0412 (9-17) og 561 4012 (kl. 9-14)

Nánari upplýsingar sjá: www.halendisferdir.is

Myndin er úr myndasafni Hálendisferða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband