Á ferð um eitthvert magnaðasta eldsumbrotasvæði sögunnar

Nú styttist í vettvangsferð Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Græna netsins um eitthvert magnaðasta eldsumbrotasvæði veraldarsögunnar, Skaftárhrepp og nærsveitir. Sigmundur Einarsson jarðfræðingur verður leiðsögumaður í ferðinni og mun hann fara með ýmsan fróðleik um virkjunaráform í Skaftárhreppi og umhverfisáhrif þeirra. Einnig fjallar Sigmundur um eldgosið í Eyjafjallajökli, sögu Kötluhlaupa, eldgos í Eldgjá í upphafi 10. aldar, Skaftáreldahlaup og áhrif þeirra á Skaftárhraun svo eitthvað sé nefnt.

Lagt verður í ferðina frá BSÍ kl. 9.00 laugardaginn 11. og er búist við heimkomu kl. 19.00 sunnudaginn 12. sept.
Hópurinn gistir í svefnpokaplássi í skálanum í Hólaskjóli sem er fjallaskáli skammt frá Eldgjá. Ferðafélagar taka með sér nesti fyrir báða dagana, heitt á brúsa og lítinn bakpoka til gönguferða. Boðið verður upp á kvöldverð sem er innfalinn í verði. Við reynum að ganga þar sem færi gefst til að ferðafélagar fái hæfilega hreyfingu. Veðurútlit um helgina er ágætt.

Kostnaður vegna rútu, gistingar og kvöldverðar er kr. 16.900 sem greiðast inn á reikning Græna netsins. Bankaupplýsingar og kennitala: 303-26-41110; 411107-1240

Allar nánari upplýsingar veitir Sigrún Pálsdóttir í síma 866 9376 eða 552 5242

ENN ERU NOKKUR SÆTI LAUS - LÁTIÐ BOÐIN BERAST!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband