Krýsuvík – Sveifluháls – Móhálsadalur 13. júní

ReykjanesfolkMyndLandvernd og Ferðafélag Íslands bjóða nk. laugardag 13. júní upp á gönguferð númer 2 um eldfjallasvæði í nágrenni höfuðborgarinnar. Ferðinni er að þessu sinni heitið í Krýsuvík, á Sveifluháls og í Móhálsadal.  Fararstjórar verða Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, og Jónatan Garðarsson. Áður en farið verður af stað verður greint frá hugmyndum Landverndar um eldfjallagarð og fólkvang frá Þingvallavatni, út á Reykjanes. Þá mun Sigmundur Einarsson halda erindi um jarðfræði svæðisins, mótun þess og myndun. Að því loknu mun Jónatan Garðarsson segja frá Reykjanesfólkvangi en gönguleiðin er innan fólkvangsins.

Fræðsluerindin verða haldin í hátíðarsal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 og hefjast þau kl. 9:00. Lagt verður af stað með rútu frá Mörkinni 6, kl. 10:30 og hefst ganga fyrir kl. 12:00. Áætlaður göngutími er um 4 klukkustundir og áætluð heimkoma um kl. 17:00.
Þátttaka er ókeypis í ferðina og allir velkomnir. Mikilvægt er þó að skrá sig á skrifstofu FÍ fyrir kl. 16 á fimmtudag 11. júní.

Netfang: fi@fi.is og sími 568 2533

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband