Töfrar Torfajökuls - hverir, laugar og líparítfjöll í ágúst

Katrín og Viktoría klífa tinda í Kerlingarfjöllum

Landvernd hefur nú bætt við einni jarðfræðiferð til viðbótar um Torfajökulssvæðið 13.-15. ágúst en fyrri ferðin 7.-9. er uppbókuð. Leiðangurinn er eins og hinn fyrri skipulagður í samvinnu við Hálendisferðir og farinn í fylgd jarðfræðinganna Sigmundar Einarssonar og Kristjáns Jónassonar.

Á Torfajökulssvæðinu, sem er eitt mesta háhitasvæði í heimi, er stórbrotið landslag hvera, lauga og líparítfjalla. Svæðið er víðáttumikið og sum þeirra svæða sem við skoðum eru lítt þekkt þrátt fyrir að Laugavegurinn, fjölfarnasta útivistarsvæði hálendisins, liggi þar um.

Gist verður í tvær nætur í Dalakofanum í Vestur-Reykjadölum og allur matur innifalinn.Enn eru nokkur sæti laus og hægt að bóka sig í síma 8640412 eða með tölvupósti info@halendisferdir.is

Tilgangurinn með ferðinni er sem fyrr að skoða hið stórfenglega landslag háhitasvæðisins frá sjónarhorni náttúruverndar. Jarðfræðingarnir Kristján og Sigmundur starfa hjá Náttúrufræðistofnun og höfðu þeir með höndum að rannsaka svæðið út frá verndargildi þess í tengslum við gerð rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða sem nú er til afgreiðslu á þingi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband