Mikil endurnýjun í stjórn Landverndar

Adalfundur09 1Mikið af nýju fólki kom inn í stjórn Landverndar á aðalfundi samtakanna sem fram fór í Norræna húsinu sl. laugardag. Björgólfur Thorsteinsson rekstrarhagfræðingur, mun starfa áfram sem formaður en þau Árni Bragason náttúrufræðingur; Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skipulagsfræðingur; Hrefna Sigurjónsdóttir vistfræðingur; Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur og Jón S. Ólafsson vatnalíffræðingur koma ný inn í stjórnina.

Í stjórn voru fyrir þau Karl Ingólfsson ferðamálasérfræðingur; Sigrún María Kristinsdóttir blaðamaður og nemi í umhverfisfræðum við HÍ; Sveinbjörn Björnsson jarðeðlisfræðingur og fv. rektor Háskóla Íslands
og Þórunn Pétursdóttir landgræðslufulltrúi á Vesturlandi.

Þau Guðmundur Steingrímsson, Guðrún Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir og Magnús Hallgrímsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Auk þeirra hvarf Freysteinn Sigurðsson varaformaður úr stjórn en hann lést í lok síðasta árs.

Á fundinum var ennfremur kosið í fagráð.

Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum:

Ályktun um grænar áherslur í atvinnumálum

Ályktun um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum

Ályktun um styrkingu stjórnsýslu umhverfis- og auðlindamála

Ályktun um umgengni við orkulindir landsins

Ályktun um umhverfisfræðslu í skólum

Ályktun um verndun hrauna á Íslandi

Ályktanirnar má lesa á vef Landverndar:

www.landvernd.is/frettirpage.asp?ID=2312

Nánari upplýsingar í síma 552 5242 eða hjá Björgólfi í síma 864 5866

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband