2.6.2009 | 12:12
Vettvangsferðir um eldfjallasvæði á Reykjanesi 6. og 12. júní
Í sumar mun Landvernd og Ferðafélag Íslands standa fyrir tveim gönguferðum um hrauna-, eldfjalla- og hverasvæði í nágrenni borgarinnar. Ferðirnar verða farnar laugardagana 6. og 13. júní. Áður en lagt verður af stað verður boðið upp á fræðsluerindi um landið sem ferðast verður um. Greint verður frá mótun þess og myndun, áformum um nýtingu og möguleika til verndunar. Fræðsluerindin verða haldin í hátíðarsal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 og hefjast þau kl. 9:00. Lagt verður af stað með rútu frá Mörkinni 6, kl. 10:30 og hefst ganga fyrir kl. 12:00. Áætlaður göngutími er um 4 klukkustundir og áætluð heimkoma er um kl. 17:00.
Hengilssvæðið Ölkelduháls og Grændalur, laugardaginn 6. júní
Fararstjórar verða Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, og Björn Pálsson, héraðsskjalavörður á Selfossi. Áður en farið verður af stað verður greint frá hugmyndum Landverndar um eldfjallagarð og fólkvang frá Þingvallavatni, út á Reykjanes. Þá mun Sigmundur Einarsson halda erindi um jarðfræði svæðisins, mótun þess og myndun og Björn Pálsson mun lýsa áformaðri gönguleið í máli og myndum og greina frá örnefnum og sögum af svæðinu.
Mæting í Mörkina 6 kl. 9:00 og áætluð heimkoma kl. 17:00.
Þátttaka er ókeypis í ferðina, allir velkomnir. Mikilvægt er þó að skrá sig í ferðina á skrifstofu FÍ í síðasta lagi fimmtudaginn 4. júní.
Krýsuvík Sveifluháls Móhálsadalur 13. júní
Fararstjórar verða Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, og Jónatan Garðarsson. Áður en farið verður af stað verður greint frá hugmyndum Landverndar um eldfjallagarð og fólkvang frá Þingvallavatni, út á Reykjanes. Þá mun Sigmundur Einarsson halda erindi um jarðfræði svæðisins, mótun þess og mydun. Þá mun Jónatan Garðarsson segja frá Reykjanesfólkvangi en gönguleiðin er innan fólkvangsins.
Mæting í Mörkina 6 kl. 9:00 áætluð heimkoma kl. 17:00.
Þátttaka er ókeypis í ferðina, allir velkomnir.
Skráning hjá Ferðafélag Íslands: www.fi.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.