Hengill – Ölkelduháls - Grændalur 6. júní

RneseldstkerfiLandvernd, í samstarfi við Ferðafélag Íslands, stendur fyrir sinni fyrstu gönguferð um eldfjallasvæði í nágrenni höfuðborgarinnar nk. laugardag 6. júní. Dagskráin hefst kl. 9.00 í Háteigssal á 4. hæð á Grand hóteli en lagt verður af stað í ferðina kl. 10.30. Fararstjórar eru þeir Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, og Björn Pálsson, héraðsskjalavörður á Selfossi.  Áður en haldið er af stað flytur Sigmundur erindi um jarðfræði svæðisins, mótun þess og myndun. Sagt verður frá hugmyndum Landverndar um eldfjallagarð og fólkvang frá Þingvallavatni, út á Reykjanes og mun Björn Pálsson lýsa áformaðri gönguleið í máli og myndum og greina frá örnefnum og sögum af svæðinu. 

Mæting í Háteigssal, 4. hæð á Grand hóteli kl. 9.00 og er áætluð heimkoma kl. 17.00.

Þátttaka er ókeypis í ferðina og allir velkomnir. Mikilvægt er þó að skrá sig á skrifstofu FÍ fyrir kl. 12 á föstudag 5. júní.

Netfang: fi@fi.is

Sími 568 2533


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband