Heildstæð stefna um nýtingu háhita komi fyrst

gjastykkiLandvernd sendi samvinnunefnd miðhálendisins í gær athugasemdir sínar við tillögur um breytingar á svæðisskipulagi miðhálendisins.  Í athugasemdunum leggja samtökin til að fallið verði frá hugmyndum um að aflétta almennri vernd sem í gildi er á náttúruverndarsvæðum við Kröflu og í Gjástykki.  Tillaga samvinnunefndar miðhálendis gengur út á að svæðin sem í dag eru skilgreind sem náttúruverndarsvæði verði skilgreind til orkuvinnslu.

Í rökstuðningi Landverndar kemur fram að ekki sé sýnt fram á með fullnægjandi hætti að nauðsynlegt sé að færa orkuvinnslusvæðin inn á verndarsvæðin. Ennfremur að lítið sé vikið að hinu mikla náttúruverndargildi svæðisins og forsendum þess að svæðið sé svo skilgreint í skipulagstillögunni. Samtökin telja fyrirvara við orkuöflun í Gjástykki einnig óljósa og ekki setja neinar skorður á nýtingu svæðanna til orkuvinnslu, né heldur hömlur á röskun náttúru á norðanverðu Kröflusvæðinu.

Í athugasemdum kemur fram að Landvernd telur þá breytingu sem nú er lögð til á svæðisskipulagi miðhálendis í Kröflu og Gjástykki ekki tímabæra fyrr en að mótuð hefur verið heildstæð stefna um framtíðarnýtingu háhita á hálendi Íslands .  Enn liggi niðurstaða úr 2. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma ekki fyrir.

Frestur til að skila inn athugasemdum rann út í gær, 7. september.  Í viðhengi eru athugasemdir Landverndar í heild.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband