Til upprifjunar

 

Við skulum minnast þess að rannsóknarleyfið var af háflu fyrrverandi iðnaðarréðherra gefið út án þess að gætt hefði verið að lögboðinni aðkomu umhverfisráðherra. Lögmæti útgáfunnar er því ekki hafið yfir vafa og blasir við iðnaðarráðuneytið sinnti ekki skyldum sínum er varðar öflun upplýsinga um náttúruverndarsjónarmið, sbr. kröfu laganna. 

gjastykki SUNN og Landvernd beindu því til yfirvalda að afturkalla leyfið vegna þessara annmarka en ekki var orðið við þeirri tilleitan þó svo leyfið hafi af hálfu fv. iðnaðarráðherra verið gefið út aðeins 2 dögum fyrir kosningar og aðeins 2 dögum eftir fyrst hafði verið um sótt um leyfi fyrir borrannsóknir  en ekki bara yfirborðsrannsóknir af hálfu Lansvirkjunar.  

Það verður seint of oft minnt á það að á háhitasvæðum geta rannsóknaboranir einar og sér haft verulega neikvæð umhverfisáhrif í för með sér, eins og dæmin sanna.


Myndin:Grafa brýtur hraun sem rann á síðustu árum Kröfluelda sem geisuðu frá 1975 - 1984. Ljósmynd Ómar Ragnarsson.

Tvær gamlar fréttir til upprifjunar:

Fram fari opinber rannsókn á leyfisveitingu

Rannsóknarleyfið i Gjástykki: aðeins hálf sagan sögð

 

 


mbl.is Veruleg umhverfisáhrif af rannsóknarholu í Gjástykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Er nokkur leið að stoppa þetta? Það eru peningar og völd stóriðjumegin.

Villi Asgeirsson, 17.7.2008 kl. 15:23

2 Smámynd: Landvernd

Rétt er það, þá skortir því miður hvorki peninga né völd sem vilja sölsa undir sig náttúruperlurnar til þess að auka aðeins við peninga safnið sitt. En það er langt í land með að álver sé risið á Bakka og margt getur farið úrskeiðis í þeim áformum. Var það ekki Davíð sem drap Golíat um árið?

Hinsvegar er ljóst að blessað umhverfismatið, sem hin bloggaða frétt á mbl.is fjallar um, mun ekki stoppa eitt eða neitt. Í kjölfar Kárahnjúka var lögunum breytt þannig að nú lýkur umhverfismati með áliti Skipulagsstofnunar, áður var það svo að matinu lauk með úrskurði  stofnunarinnar sem var bindandi. Hinsvegar er álit, sbr. breytt lög, ekki bindandi.

Til enn frekari upprifjunar má minna á að í úrskurði Skipulagsstofnunar var á sínum tíma lagst gegn Kárahnjúkavirkjun. Landsvirkun o.fl. kærðu úrskurðinn til umhverfisráðherra og Sif Friðleifsdóttir, þ.v. umhverfisráðherra, lagði blessun sína yfir framkvæmdina, en setti jafnframt nokkrum skilyrði til málamynda. Því hefur verið haldið fram að tilgangur lagabreytingarinnar hafi m.a. verið að koma í veg fyrir að fleiri ráðherra þyrftu að vinna "skítverk" af þessu tagi í tengslum við önnur stóriðjuverkefni sem stjórnvöld þess tíma unnu að og sáu sínum viltustu draumum.

Landvernd, 20.7.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband