15.6.2009 | 13:50
Leiðbeinandi í vistakstri óskast
Landvernd óskar eftir að ráða leiðbeinanda í sérstakt átaksverkefni í vistakstri. Starfið felst í að kynna og kenna vistakstur á ökuherma sem líkja má við leikjatölvur. Við leitum að líflegum starfskrafti sem hefur áhuga á umhverfisfræðslu, reynslu af kennslu, tölvukunnáttu og býr yfir líkamshreysti. Einnig þarf viðkomandi að vera vel máli farinn og hafa ökuréttindi .
Vinnutíminn fer eftir verkefnum hverju sinni en um er að ræða fullt starf að mestu á vinnutíma. Um er að ræða 6 mánaða verkefni sem stutt er af Vinnumálastofnun sem gæti þróast út í framtíðarstarfi.
Áhugasamir sendi ferilskrá á sigrunpals@landvernd.is
Gert er ráð fyrir að ráða fólk af atvinnuleysisskrá í Sérstök átaksverkefni (9. gr.) Vinnumarkaðsúrræði (skv. reglugerð 012/2009)
Umsóknarfrestur er til 30. júní 2009
Vinnutíminn fer eftir verkefnum hverju sinni en um er að ræða fullt starf að mestu á vinnutíma. Um er að ræða 6 mánaða verkefni sem stutt er af Vinnumálastofnun sem gæti þróast út í framtíðarstarfi.
Áhugasamir sendi ferilskrá á sigrunpals@landvernd.is
Gert er ráð fyrir að ráða fólk af atvinnuleysisskrá í Sérstök átaksverkefni (9. gr.) Vinnumarkaðsúrræði (skv. reglugerð 012/2009)
Umsóknarfrestur er til 30. júní 2009
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.