Sjálfbær framtíð - tækifæri í kjölfar fjármálakreppu

robert constanza 1Dr. Robert Costanza heldur opinn fyrirlestur í Háskóla Íslands miðvikudaginn 26. ágúst nk. kl. 16.00-18.00, í Öskju sal 132. Yfirskrift fundarins er:

Using the global recession as an opportunity to create a sustainable and desirable future

Dr. Robert Costanza er prófessor í visthagfræði (ecological economics) og forstjóri Gund Institute for Ecological Economics við Vermontháskóla. Dr. Costanza er einn af þekktustu fræðimönnum samtímans innan umhverfisfræðinnar einkum fyrir mat sitt á þeim fjárhagslegu verðmætum sem felast í þjónustu vistkerfa (ecosystem services).

Dr. Costanza mun í fyrirlestri sínum fjalla um mikilvægi þess að móta nýja sýn um sjálfbæra framtíð þar sem tekið er tillit til náttúruauðs og félagslegra þarfa jafnt sem áframhaldandi hagsældar. Dr. Costanza mun sérstaklega beina sjónum að þeim tækifærum sem hafa opnast í kjölfar efnahagsumróta síðasta árs.

Finna má frekari upplýsingar um Dr. Robert Costanza og Gund stofnunina á vefsíðunni www.uvm.edu/giee/

Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.

 


 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband