Viltu gerast leiðbeinandi ?

andriSn300Nú er talað um að innleiða ný gildi. Vistvernd í verki svarar kalli tímans með 15 tíma námskeiði fyrir leiðbeinendur dagana 18.-20. september nk.

 

Á námskeiðinu læra þátttakendur listina að leiðbeina. Farið verður í gegnum helstu verkefni leiðbeinandans, s.s. að stýra fundum, kveikja áhuga, vinna saman í hóp og miðla fróðleik um leiðir til sparnaðar og vistvænni lífsstíls.

 

Námskeiðið veitir þeim sem áður hafa tekið þátt í visthópi réttindi til að leiðbeina á námskeiðum Vistverndar í verki. Námskeiðið er einnig upplagt til upprifjunar fyrir þá sem áður hafa tekið þátt.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Bryndís Þórisdóttir, fyrrverandi verkefnisstjóri Vistverndar í verki.

 Tími:

18. september kl. 13-18

19. september kl. 10-15

20. september kl. 10-15

 

Nokkur sveitarfélög styrkja fólk til þátttöku en námskeiðsgjald er kr. 25 000. Vinsamlegast skráið þátttöku með tölvupósti fyrir miðvikudag 16. september. Netfang: vistvernd@landvernd.is

 Nánari upplýsingar hjá Sigrúnu í síma 552 5242 og www.landvernd.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband