18.9.2009 | 15:46
Reykvíkingar æfa vistakstur í samgönguviku
Reykvíkingar eiga þess kost að æfa vistakstur hjá Landvernd á mánudag 21. september kl. 10-15 í þjónustuveri umhverfissviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14.
Landvernd er umhugað um að við Íslendingar látum verkin tala í umhverfismálum og sýnum í verki hvernig við með athöfnum okkar getum stuðlað að betri umgengni við móður Jörð.
Í dag er rætt um að rafmagnsbíllinn sé innan seilingar. Ljóst er þó að það mun taka 10-15 ár að skipta út öllum bílaflota þjóðarinnar og því aðkallandi verkefni að kynna Íslendingum tækni sem auðveldar þeim að spara eldsneyti og minnka um leið mengun af völdum útblásturs frá ökutækjum, svo ekki sé minnst á sláandi áhrif vistaksturs á slysatíðni eða -30%.
Bakhjarlar vistakstursverkefnis Landverndar eru ríkisstjórn Íslands, Toyota í Evrópu og á Íslandi og VÍS, auk Orkusetursins. GAP International (Vistvernd í verki) stýrir verkefninu á alþjóðlegum grunni.
Dagskráin er sem hér segir:
21. september kl. 10-15 Reykjavík (þjónustuver umhverfissviðs)
22. september kl. 10-12 Garður (Sunnubraut 4)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.