Upptaktur fyrir úrskurð umhverfisráðherra?

Það vona ég að hér sé á ferðinni upptaktur fyrir úrskurð umhverfisráðherra sem er væntanlegur á næstu dögum. Í kæru Landverndar er þess krafist að álit Skipulagsstofnunar vegna álvers í Helguvík verði ógilt og að fram fari lögformlegt umhverfismat á framkvæmdunum í heild sinni; álveri og flæðigryfju, háspennulínum og virkjunum. - Það væri í ágætu samræmi við ályktun flokksstjórnarinnar ef ráðherra myndi verða við kröfu Landverndar.

Verði ráðherra við kröfunni yrði það líklega banabiti áformanna um álver í Helguvík. Álit Skipulagsstofnunar er forsenda nýlegs byggingarleyfis Norðuráls og verði það ógilt eru forsendur leyfisveitingarinnar brostnar.

Flýtirinn við útgáfu byggingarleyfisins má líklega rekja til þess að ekki er hægt að veita nema einu álveri losunarheimild, skv. Íslenska Kyoto ákvæðinu. Fái fleiri álver losunarheimild myndi losun skv. ákvæðinu fara yfir 1,6 milljón tonna á síðasta ári samningstímabilsins. Það þætti ekki góð latína í alþjóðlegum samningum að koma með nýja losun upp á um eða yfir 2 milljónir tonna inn í nýtt samningstímabil þegar samið var um 1,6 milljón tonna meðallosun á gildistíma þess samnings sem nú er í gildi, 2008-2012.

Kæru Landverndar, og fleiri gögn tengd málinu,  má nálgast  á heimasíðu Landverndar.

 


mbl.is Græn skilaboð flokksstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sammála. Ef Samfó ætlar að láta taka sig alvarlega í umhverfismálum verður hún að koma í veg fyrir fleiri álver og stöðva framkvæmdir í Helguvík og á Húsavík. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fattar þetta ekki á Samfó að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 31.3.2008 kl. 09:51

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

í beinakerlingu uppi á strandarheiði fannst nýlega krotað á hrosslegg fúinn:

töpuð er æran, týnd er sál
tignarstorð skal blóta
súrálsins nú sýpur skál
sveinbjörnsdóttir tóta!

Bjarni Harðarson, 31.3.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband