Bútasaumur Skipulagsstofnunar

Fyrir Norðan hefur Skipulagsstofnun tekið ákvörðun um að ekki þurfi að fara fram heildstætt umhverfismat, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. Þá ákvörðun má nálgast hér. Landvernd kærði þessa ákvörðun stofnunarinnar til umhverfisráðherra og krefst þess að fram fari heildstætt umhverfismat, sbr. bréf hér að neðan. Fróðlegt verður að sjá hvort það taki umhverfisráðuneytið sex mánuði að komast að niðurstöðu í því máli rétt eins og í kæru samtakanna er varðaði álver í Helguvík.

Það verður þó að teljast þeim til tekna fyrir norðan að þar fór fram heildstæð skoðun á þeim skipulagsbreytingum sem til þarf vegna áforma um orkuöflun á háhitasvæðunum í Þingeyjasýslum og orkuflutingum þaðan. Þá vinnu má skoða hér. Þessar breytingar fóru í gegnum lög um umhverfismat áætlana og ætti verklag norðlendinga hvað það varðar að vera öðrum til eftirbreyttni. Segja má að verklagið sé vandað þó verknaðurinn sé vondur.

Þá er rétt að minna á að rannsóknarleyfi í Gjástykki var gefið út af iðnaðarráðuneytinu án þess að lögboðinnar umsagnar umhverfisráðuneytisins væri leitað, sbr. 4. tl. 5. gr. í lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Lögmæti rannsókna sem hafa í för með sér jarðrask á því svæði er því ekki hafið yfir vafa og hefur Landvernd gert alvarlegan ágreining við leyfisveitinguna. Landvernd hefur óskað eftir afstöðu umhverfisráðuneytisins við þessa vafasömu leyfisveitingu fv. iðnaðarráðherra á rannsóknarleyfi í Gjástykki og vonast samtökin eftir því að svar berist áður en langt um líður. 

 

 

Kæra Landverndar til umhverfisráðherra: 

 

Umhverfisráðuneytið
Skuggasundi
150 Reykjavík

Reykjavík 18. mars 2008

M.v.í. 14. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum krefst Landvernd ógildingar á ákvörðun kipulagsstofnunnar, dags. 13. febrúar s.l., þess efnis að ekki skuli fara fram heildstætt mhverfismat á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, tækkun Kröfluvirkjunar og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur.


Landvernd tekur undir með Umhverfisstofnun að til þess að hægt sé að taka afstöðu til mhverfisáhrifa einstakra framkvæmda þurfi yfirsýn yfir heildaráhrif allra framkvæmdanna að liggja fyrir. Slík heildarsýn verður best fengin með því að meta umhverfisáhrif framkvæmdanna sameiginlega, sbr. heimildir Skipulagsstofnunar í 2. mgr. 5. gr. laganna.

Í ákvörðuninni kemur einnig fram að af hálfu sveitarstjórna og heilbrigðiseftirlits sé talið skilegt að sameina og samræma umfjöllun um þessar tengdu framkvæmdir eins og kostur sé eð skilvirkum hætti. Það er skoðun Landverndar að skilvirkasta leiðin til sameiningar og amræmingar sé sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna. Alcoa, Landsnet, Þeistareykir og Landsvirkjun vilja hinsvegar ekki láta umhverfismat fara fram með eildstæðum hætti. Það er skoðun Landverndar að sýn Umhverfisstofnunar og sveitarstjórna á mál sem þessi eigi að vega þyngra en sýn fyrirtækja sem grundvalla ákvarðanir sínar og skoðanir út frá mun þrengri hagsmunum en þau stjórnvöld sem um málið fjalla.

Verklag við undirbúning framkvæmdanna er um margt gott og að framkvæmt skuli hafa verið heildstætt mat á skipulagsáætlunum varðandi orkuöflun og orkuflutninga sveitarfélaganna fjögurra sem hlut eiga að máli, sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, ætti að vera öðrum sambærilegum verkefnum til eftirbreytni.

Landvernd telur þann galla helstann á ákvörðuninni að hugsanlegt álver Alcoa á Bakka skuli kilgreint sem orkunotandinn þó það sé utan þess svæðis sem umhverfismat áætlana náði til. Þá er litið á Alcoa sem hagsmunaaðila í málinu þrátt fyrir að fyrirtækið hafi enn ekki tekið ákvörðun um að byggja álver við Húsavík. Í ákvörðuninni er hvorki framleiðslugeta né orkuþörf hugsanlegs álvers skilgreind og verður því að ætla að um það ríki óvissa. Margt endir þó til þess að ef úr yrði væri horft til þess að reisa 250.000 tonna álver. Orkuþörf þess yndi þá líklega samsvara á bilinu 400 – 500 MW afli.

Það er mat Landverndar að ekki sé fast í hendi að orkuöflun af því umfangi muni ganga eftir innan þess svæðis sem umhverfismat áætlananna náði til. Umhverfisáhrif vegna orkuöflunar fyrir hugsanlegt álver gætu því náð langt út fyrir það svæði sem umhverfismat áætlana tók til. Nái markmið Þeistareykja ehf. um orkuölun ekki fram að ganga gæti þurft að ráðast í frekari virkjanir til þess að anna þörfinni. Orkukostir í nágrenninu eru þá Jökulárnar í Skagafirði, Skjálfandafljót eða Jökulsá á fjöllum. Þjórsá gæti einnig nýst í þessum tilgangi en það þá þyrfti væntanlega einnig að reisa háspennulínu yfir Sprengisand.

Að lokum skal því haldið til haga að rannsóknarleyfi í Gjástykki var gefið út af iðnaðarráðuneytinu án þess að lögboðinnar umsagnar umhverfisráðuneytisins væri leitað, sbr. 4. tl. 5. gr. í lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Lögmæti rannsókna sem hafa í för með sér jarðrask á því svæði er því ekki hafið yfir vafa og hefur Landvernd gert lvarlegan ágreining við leyfisveitinguna.

 

Með vinsemd og virðingu,

 

_____________________________________
Bergur Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Landverndar


mbl.is Undirbúningur álvers á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband