28.9.2009 | 11:12
Breytum loftslaginu - undirskriftasöfnun
SÝNIÐ VILJA Í VERKI: Skráið ykkur í átakið og skrifið undir áskorunina Breytum loftslaginu á www.hopenhagen.org
Íbúar allra landa eru hvattir til að ganga til liðs við Hopenhagen alþjóðlega hreyfingu sem ætlað er að knýja fram breytingar í umhverfismálum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP15) í Kaupmannahöfn í desember.
Átakið hefst formlega nú í alþjóðlegri viku loftslagsmála í september en þá eru innan við 80 dagar þar til loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn (COP15) hefst.
Hopenhagen gefur fólki færi á að taka virkan þátt í umræðum um loftslagsmál og láta leiðtoga heimsins og þátttakendur á ráðstefnunni heyra frá sér. Einn mikilvægasti tilgangur hreyfingarinnar er að safna undirskriftum undir áskorun sem kallast Breytum loftslaginu (e. Climate Change), til stuðnings ákalli Sameinuðu þjóðanna eftir loftslagssáttmála sem er metnaðarfullur, sanngjarn og mun bera árangur við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Heimasíðan hopenhagen.org er þungamiðja átaksins. Hún skapar bæði almenningi, ríkisstjórnum, sjálfstæðum félagasamtökum og fyrirtækjum tækifæri til að safna stuðningsaðilum fyrir jákvæðri niðurstöðu á loftslagsráðstefnunni COP15. Hopenhagen leggur áherslu á jákvæð skilaboð og vonina, þegar kemur að niðurstöðu ráðstefnunnar, og hvetur íbúa heimsins till að leiða leiðtogana í átt að samkomulagi á ráðstefnunni.
Hopenhagen nýtur stuðnings frá alþjóðlegum fyrirtækjum, ríkisstjórnum og almenningi um allan heim.
Við skoðuðum fjölda samtaka sem berjast fyrir loftslagsmálum áður en við ákváðum að taka Hopenhagen formlega undir okkar verndarvæng, segir aðalborgarstjóri Kaupmannahafnar, Ritt Bjerregård. Við hrifumst af skilaboðum Hopenhagen um vonina, og því tækifæri sem samtökin veita fólki til að koma óskum sínum um sanngjarnan og áhrifaríkan loftslagssáttmála á framfæri. Kaupmannahöfn mun nota hina öflugu Hopenhagen-hreyfingu til að umbreyta Ráðhústorginu, þegar borgin verður vettvangur COP15 ráðstefnunnar og nýs, alþjóðlegs loftlagssáttmála.
Smærri samfélög eða byggðir hafa einstakt tækifæri til að virkja íbúa sína með beinum hætti með Hopenhagen átakinu. Hopenhagen hefur gengið til liðs við SustainLane.com, og nýtt tengingu vefsíðunnar við 50 stærstu borgir Bandaríkjanna til að hvetja til aðgerða og koma á breytingum á hverjum stað fyrir sig.
Fyrirtæki á borð við The Coca-Cola Company, SAP og Siemens hafa heitið því að nýta alþjóðleg tengslanet sín og úrræði til að koma skilaboðum Hopenhagen til almennings um allan heim.
Þá munu fjölmiðlar víða um veröld gefa milljónir dala í formi sjónvarps-, prent-, útvarps-, umhverfis- og netauglýsinga til Hopenhagen hreyfingarinnar en auglýsingunum er ætlað að auka meðvitund um ástand loftslagsmála fram að ráðstefnunni í desember. Þar á meðal eru: Business India, Citadel Media, The Economist, EuroNews, The Financial Times, GOOD Magazine, Google, Harvard Business Review, ICP, The International Herald Tribune, The Internationalist Magazine, svæði JCDecaux á flugvöllunum JFK og LAX, National Geographic Magazine, Newsweek, Readers Digest, Scientific American, Text Appeal,Time Warner Cable, Thomson Reuters byggingin við Times Square og The Wall Street Journal.
Loftslagsbreytingar eru ein stærsta áskorun sem þessi kynslóð og hinar næstu þurfa að kljást við. Leiðtogar heimsins koma saman á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember og allir íbúar heims eiga mikið undir niðurstöðu fundarins. Það er kominn tími til að klára málið. Við þörfnumst alþjóðlegrar hreyfingar sem hvetur til alvöru breytinga," sagði aðalritari SÞ, Ban Ki-moon. Hopenhagen snýst um meira en vonina. Hopenhagen snýst um alheimsaðgerðir til að ná fram alþjóðlegum samningi um loftslagsmál og betri framtíð fyrir mannkynið, bætti Ban við.
Vonarskilaboðum okkar hefur verið tekið vel af íbúum allra landa, þetta er einfalt ákall eftir aðgerðum sem vekur innblástur, sagði Michael Lee, framkvæmdastjóri Alþjóðlega auglýsingasambandsins (IAA), frjálsra félagasamtaka sem eru í fylkingarbrjósti hreyfingarinnar. Hopenhagen er leið til að hrekja þá fullyrðngu að ekki sé hægt að finna lausn á loftslagsvandanum og sanna að þegar heimurinn sameinast á bak við einn málstað er hægt að koma á breytingum.
Sameinuðu þjóðirnar vita hversu gríðarlegu miklu máli samskipti munu skipta í aðdraganda ráðstefnunnar og hafa því leitað stuðnings aljóðlega fjölmiðla- og auglýsingaiðnaðarins með milligöngu IAA, til að þróa heildstætt samskiptakerfi svo hvetja megi almenning til vitundar og aðgerða. Hopenhagen mun leggja Seal the Deal! herferð SÞ lið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 15:46
Reykvíkingar æfa vistakstur í samgönguviku
Reykvíkingar eiga þess kost að æfa vistakstur hjá Landvernd á mánudag 21. september kl. 10-15 í þjónustuveri umhverfissviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14.
Uppákoman er liður í dagskrá samgönguviku sem haldin er árlega víðsvegar um Evrópu og munu Vistvernd í verki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu kynna vistakstur í Kópavogi, Reykjavík, á Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og í Garði í tilefni hennar. Vistakstursverkefni Landverndar er að því leyti nýstárlegt að við kennslu í vistakstri eru notaðir ökuhermar sem líkja má við leikjatölvur sem forritaðar eru með mismunandi akstursæfingum. Áhugi Landverndar á verkefninu skýrist af því að með þessu móti er hægt að stuðla að minni loftmengun, spara peninga og fækka slysum í umferðinni.Landvernd er umhugað um að við Íslendingar látum verkin tala í umhverfismálum og sýnum í verki hvernig við með athöfnum okkar getum stuðlað að betri umgengni við móður Jörð.
Í dag er rætt um að rafmagnsbíllinn sé innan seilingar. Ljóst er þó að það mun taka 10-15 ár að skipta út öllum bílaflota þjóðarinnar og því aðkallandi verkefni að kynna Íslendingum tækni sem auðveldar þeim að spara eldsneyti og minnka um leið mengun af völdum útblásturs frá ökutækjum, svo ekki sé minnst á sláandi áhrif vistaksturs á slysatíðni eða -30%.
Bakhjarlar vistakstursverkefnis Landverndar eru ríkisstjórn Íslands, Toyota í Evrópu og á Íslandi og VÍS, auk Orkusetursins. GAP International (Vistvernd í verki) stýrir verkefninu á alþjóðlegum grunni.
Dagskráin er sem hér segir:
21. september kl. 10-15 Reykjavík (þjónustuver umhverfissviðs)
22. september kl. 10-12 Garður (Sunnubraut 4)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2009 | 13:03
Viltu gerast leiðbeinandi ?
Nú er talað um að innleiða ný gildi. Vistvernd í verki svarar kalli tímans með 15 tíma námskeiði fyrir leiðbeinendur dagana 18.-20. september nk.
Á námskeiðinu læra þátttakendur listina að leiðbeina. Farið verður í gegnum helstu verkefni leiðbeinandans, s.s. að stýra fundum, kveikja áhuga, vinna saman í hóp og miðla fróðleik um leiðir til sparnaðar og vistvænni lífsstíls.
Námskeiðið veitir þeim sem áður hafa tekið þátt í visthópi réttindi til að leiðbeina á námskeiðum Vistverndar í verki. Námskeiðið er einnig upplagt til upprifjunar fyrir þá sem áður hafa tekið þátt.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Bryndís Þórisdóttir, fyrrverandi verkefnisstjóri Vistverndar í verki.
Tími:18. september kl. 13-18
19. september kl. 10-15
20. september kl. 10-15
Nokkur sveitarfélög styrkja fólk til þátttöku en námskeiðsgjald er kr. 25 000. Vinsamlegast skráið þátttöku með tölvupósti fyrir miðvikudag 16. september. Netfang: vistvernd@landvernd.is
Nánari upplýsingar hjá Sigrúnu í síma 552 5242 og www.landvernd.isBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2009 | 16:50
Samningur um lífsstíl sem sparar orku og peninga
Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar og Landvernd hafa gert með sér samning til þriggja ára um verkefnið Vistvernd í verki. Samstarfið við borgina er einkar ánægjulegt fyrir Landvernd en það mun felast í því að gera borgarbúum kleift að sækja námskeið þar sem fólki er kenndur lífsstíll sem sparar bæði orku og peninga. Á námskeiðunum er unnið með ákveðna þætti í heimilishaldinu s.s. hvernig best sé að spara vatn, rafmagn, flokka úrgang, nýta hráefni og draga úr mengun frá ökutækjum. Innkaup eru einnig tekin til endurskoðunar og fjallað um umhverfismerkingar og gildi þeirra. Á námskeiðunum er lögð áhersla á að þátttakendur vinni að viðfangsefni sínu skref fyrir skref og með það í huga að enginn getur gert allt en allir geti gert eitthvað.
Umhverfis- og samgöngusvið mun ennfremur bjóða starfsmönnum að taka þátt í námskeiðum Vistverndar í verki og greiða leið verkefnisins innan borgarinnar. Visthópastarf hefur mikið og gott félagslegt gildi og er það ekki síst vegna þess sem borgin tekur þátt í verkefninu.
Starf Vistverndar í verki byggir á markmiðum um sjálfbæra þróun og er einkar vel til þess fallið að hjálpa til við að hrinda í framkvæmd þeirri stefnu borgarinnar að mjaka sveitarfélaginu í átt að sjálfbæru samfélagi. Samstarfið við Reykjavíkurborg er afar mikils virði fyrir Landvernd og markar samningurinn vonandi upphafið af nýrri sókn í umhverfismálum.
Á döfinni hjá Vistvernd í verki er námskeið fyrir leiðbeinendur og verður það haldið dagana 18.-20. september.
Nánari upplýsingar og skráning á námskeið á heimasíðu Landverndar: www.landvernd.is/vistvernd
Einnig hjá Sigrúnu Pálsdóttur, verkefnisstjóri Vistverndar í verki í síma 552 5242.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2009 | 11:49
Heildstæð stefna um nýtingu háhita komi fyrst
Landvernd sendi samvinnunefnd miðhálendisins í gær athugasemdir sínar við tillögur um breytingar á svæðisskipulagi miðhálendisins. Í athugasemdunum leggja samtökin til að fallið verði frá hugmyndum um að aflétta almennri vernd sem í gildi er á náttúruverndarsvæðum við Kröflu og í Gjástykki. Tillaga samvinnunefndar miðhálendis gengur út á að svæðin sem í dag eru skilgreind sem náttúruverndarsvæði verði skilgreind til orkuvinnslu.
Í rökstuðningi Landverndar kemur fram að ekki sé sýnt fram á með fullnægjandi hætti að nauðsynlegt sé að færa orkuvinnslusvæðin inn á verndarsvæðin. Ennfremur að lítið sé vikið að hinu mikla náttúruverndargildi svæðisins og forsendum þess að svæðið sé svo skilgreint í skipulagstillögunni. Samtökin telja fyrirvara við orkuöflun í Gjástykki einnig óljósa og ekki setja neinar skorður á nýtingu svæðanna til orkuvinnslu, né heldur hömlur á röskun náttúru á norðanverðu Kröflusvæðinu.
Í athugasemdum kemur fram að Landvernd telur þá breytingu sem nú er lögð til á svæðisskipulagi miðhálendis í Kröflu og Gjástykki ekki tímabæra fyrr en að mótuð hefur verið heildstæð stefna um framtíðarnýtingu háhita á hálendi Íslands . Enn liggi niðurstaða úr 2. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma ekki fyrir.
Frestur til að skila inn athugasemdum rann út í gær, 7. september. Í viðhengi eru athugasemdir Landverndar í heild.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2009 | 14:25
Landvernd sendir frá sér umsögn um rannsóknarboranir í Gjástykki
Í athugasemdunum bendir Landvernd á að markmið framkvæmdarinnar sé óljóst þar sem tölulegar upplýsingar vanti um þann árangur sem að er stefnt. Ennfremur að í frummatsskýrslu sé hvergi gerð skýr grein fyrir niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið á jarðfræði svæðisins og einnig sé óásættanlegt að ekki eigi að færa svæðið í upprunalegt horf verði ekki af frekari framkvæmdum.
Landvernd átelur í greinargerð þau vinnubrögð að hvergi sé fjallað heildstætt um jarðfræði svæðisins eða gerð grein fyrir þeirri landslagsheild sem við blasir á eldsumbrotasvæðinu. Með þessu móti sé dregið úr mikilvægi svæðisins og kostum þess sem útivistar- og ferðamannaparadísar og lykilhlutverki í íslenskum eldfjallafræðirannsóknum.
Landvernd gagnrýnir ennfremur að Skipulagsstofnun hafi auglýst frummatsskýrslu án þess að fylgja eftir fyrri kröfu um að jarðmyndanir skuli settar í heildarsamhengi. Þau vinnubrögð að fjalla einungis um einstaka jarðmyndanir gefi ekki rétta mynd af jarðfræði og verndargildi svæðisins.
Í greinargerð Landverndar er náttúrufari Gjástykkis lýst en þar segir m.a.:
"Gjástykki er sigdæld norðantil í sprungurein Kröflueldstöðvarinnar. Þar er lítið jarðhitasvæði sem var að mestu kulnað þegar Kröflueldar hófust 1975. Svæðið lifnaði mikið í Kröflueldum en jarðhitinn hefur dvínað mikið síðan. Frá Leirhnjúk norður í Gjástykki er sprungureinin þakin hraunum frá Kröflueldum og víða má sjá hvernig hraunin hafa runnið yfir sprungur og ofan í þær. Svæðið er skólabókardæmi um gliðnun landsins og þar má glöggt sjá hvernig nýtt land verður til í skarðinu sem myndast þar sem Norður-Ameríkuflekann rekur frá Evrasíuflekanum. Hvergi á Íslandi sjást þessir hlutir betur og það gerir Gjástykki einstætt frá jarðfræðilegu sjónarmiði, bæði á landsvísu og á heimsvísu. Í Kröflueldum (1975-1984) var í fyrsta sinn í heiminum fylgst með gliðnunarhrinu í eldstöðvakerfi á flekaskilum þar sem atburðurinn var allur vaktaður. Þar var fylgst með landsigi og landrisi, gliðnun mæld, fylgst með kvikuhlaupum á jarðskjálftamælum og spáð fyrir um einstök eldgos. Ómetanleg jarðfræðileg, vísindasöguleg og menningarsöguleg verðmæti er fólgin í þessum þætti í myndunarsögu Íslands. Jafnframt er fræðslugildi svæðisins ómetanlegt. Ekki síst frá þessu sjónarmiði er allt rask í Gjástykki mjög óæskilegt og það á reyndar við um allt svæðið frá Leirhnúk norður í Kelduhverfi.
Það er mat Landverndar að stefna eigi að friðun svæðisins norður af Kröflu í stað þess að spilla því með ótímabærum og lítt ígrunduðum áformum um raforkuver í Gjástykki."
Landvernd gagnrýnir að lítt sé stuðst við lykilheimildir um jarðfræði svæðisins í frummatsskýrslunni og bendir í því sambandi á umfjöllun Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðings, um jarðhita í Kröflukerfinu. Í riti um Náttúru Mývatns segir Kristján m.a.:
Í Gjástykki heita Hrútafjallahitur og Hituhólar. Þar hefur verið jarðhiti. Árin næstu fyrir Kröfluelda sáust hans þó lítt eða ekki merki. Líklega hafa gufur komið þar upp í Mývatnseldum og eimt af þeim fram á þessa öld. Í Kröflueldum urðu þarna mikil umskipti. Í tengslum við kvikuhlaupin á árunum 1976-78 urðu til allmörg gufusvæði. Á sumum opnuðust síðar gossprungur. Sum hjöðnuðu fljótlega, en önnur huldust hrauni þar sem enn rýkur þó upp úr. Flest hafa haldist fram á þennan dag. Gufurnar leggur upp úr gjám og gljúpu hrauni. Gróður drapst þar í kring og urðu til flög. Talsverð ummyndun sást og útfellingar, og kemur enn fram eftir að nýju hraunin runnu yfir. Hiti í gufum þessum var yfir 80°C þar sem aðhald var að opnum. Gufurnar ná yfir 6 km langan kafla, frá dyngjugígnum í Gjástykkisbungu í suðri norður á móts við norðurenda Hrútafjalla [....]. Orsök gufuflæðisins í Gjástykki er líkast til kvikan sem þangað hljóp í ófá skipti milli 1975 og 1980. Hún hefur komist í snertingu við grunnvatn og valdið suðu í því og uppstreymi hér og þar. Ef að líkum lætur mun gufuútstreymið dvína þegar frá líður og gangarnir sem mynduðust við kvikuhlaupin kólna.
Kristján Sæmundsson 1991: Jarðfræði Kröflukerfisins. (Náttúra Mývatns: Ritstj. Arnþór Garðarsson og Árni Einarsson, bls. 24-95. Hið íslenska náttúrufræðifélag, Reykjavík.)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2009 | 15:33
Sjálfbær framtíð - tækifæri í kjölfar fjármálakreppu
| ||
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2009 | 13:50
Leiðbeinandi í vistakstri óskast
Vinnutíminn fer eftir verkefnum hverju sinni en um er að ræða fullt starf að mestu á vinnutíma. Um er að ræða 6 mánaða verkefni sem stutt er af Vinnumálastofnun sem gæti þróast út í framtíðarstarfi.
Áhugasamir sendi ferilskrá á sigrunpals@landvernd.is
Gert er ráð fyrir að ráða fólk af atvinnuleysisskrá í Sérstök átaksverkefni (9. gr.) Vinnumarkaðsúrræði (skv. reglugerð 012/2009)
Umsóknarfrestur er til 30. júní 2009
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 12:04
Alþjóðlegi jarðvegsverndardagurinn 16. júní
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri setur fundinn og í kjölfarið flytur Svandís Svavarsdóttir umhverfishverfisráðherra ávarp. Fyrirlesarar á fundinum verða þau Dr. Luca Montanarella, yfirmaður jarðvegsverndardeildar Institute of Environment and Sustainability í Ispra á Ítalíu og Ólafur Arnalds prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Í lok fundar er býst gestum að taka þátt í umræðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2009 | 20:46
Krýsuvík – Sveifluháls – Móhálsadalur 13. júní
Fræðsluerindin verða haldin í hátíðarsal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 og hefjast þau kl. 9:00. Lagt verður af stað með rútu frá Mörkinni 6, kl. 10:30 og hefst ganga fyrir kl. 12:00. Áætlaður göngutími er um 4 klukkustundir og áætluð heimkoma um kl. 17:00.
Þátttaka er ókeypis í ferðina og allir velkomnir. Mikilvægt er þó að skrá sig á skrifstofu FÍ fyrir kl. 16 á fimmtudag 11. júní.
Netfang: fi@fi.is og sími 568 2533
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)