Hengill – Ölkelduháls - Grændalur 6. júní

RneseldstkerfiLandvernd, í samstarfi við Ferðafélag Íslands, stendur fyrir sinni fyrstu gönguferð um eldfjallasvæði í nágrenni höfuðborgarinnar nk. laugardag 6. júní. Dagskráin hefst kl. 9.00 í Háteigssal á 4. hæð á Grand hóteli en lagt verður af stað í ferðina kl. 10.30. Fararstjórar eru þeir Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, og Björn Pálsson, héraðsskjalavörður á Selfossi.  Áður en haldið er af stað flytur Sigmundur erindi um jarðfræði svæðisins, mótun þess og myndun. Sagt verður frá hugmyndum Landverndar um eldfjallagarð og fólkvang frá Þingvallavatni, út á Reykjanes og mun Björn Pálsson lýsa áformaðri gönguleið í máli og myndum og greina frá örnefnum og sögum af svæðinu. 

Mæting í Háteigssal, 4. hæð á Grand hóteli kl. 9.00 og er áætluð heimkoma kl. 17.00.

Þátttaka er ókeypis í ferðina og allir velkomnir. Mikilvægt er þó að skrá sig á skrifstofu FÍ fyrir kl. 12 á föstudag 5. júní.

Netfang: fi@fi.is

Sími 568 2533


Vettvangsferðir um eldfjallasvæði á Reykjanesi 6. og 12. júní

RneseldstkerfiÍ sumar mun Landvernd og Ferðafélag Íslands standa fyrir tveim gönguferðum um hrauna-, eldfjalla- og hverasvæði í nágrenni borgarinnar. Ferðirnar verða farnar laugardagana 6. og 13. júní. Áður en lagt verður af stað verður boðið upp á fræðsluerindi um landið sem ferðast verður um. Greint verður frá mótun þess og myndun, áformum um nýtingu og möguleika til verndunar. Fræðsluerindin verða haldin í hátíðarsal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 og hefjast þau kl. 9:00. Lagt verður af stað með rútu frá Mörkinni 6, kl. 10:30 og hefst ganga fyrir kl. 12:00. Áætlaður göngutími er um 4 klukkustundir og áætluð heimkoma er um kl. 17:00.

Hengilssvæðið – Ölkelduháls og Grændalur, laugardaginn 6. júní

Fararstjórar verða Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, og Björn Pálsson, héraðsskjalavörður á Selfossi. Áður en farið verður af stað verður greint frá hugmyndum Landverndar um eldfjallagarð og fólkvang frá Þingvallavatni, út á Reykjanes. Þá mun Sigmundur Einarsson halda erindi um jarðfræði svæðisins, mótun þess og myndun og Björn Pálsson mun lýsa áformaðri gönguleið í máli og myndum og greina frá örnefnum og sögum af svæðinu.
Mæting í Mörkina 6 kl. 9:00 og áætluð heimkoma kl. 17:00.

Þátttaka er ókeypis í ferðina, allir velkomnir. Mikilvægt er þó að skrá sig í ferðina á skrifstofu FÍ í síðasta lagi fimmtudaginn 4. júní.

Krýsuvík – Sveifluháls – Móhálsadalur 13. júní

ReykjanesfolkMyndFararstjórar verða Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, og Jónatan Garðarsson. Áður en farið verður af stað verður greint frá hugmyndum Landverndar um eldfjallagarð og fólkvang frá Þingvallavatni, út á Reykjanes. Þá mun Sigmundur Einarsson halda erindi um jarðfræði svæðisins, mótun þess og mydun. Þá mun Jónatan Garðarsson segja frá Reykjanesfólkvangi en gönguleiðin er innan fólkvangsins.

Mæting í Mörkina 6 kl. 9:00 – áætluð heimkoma kl. 17:00.

Þátttaka er ókeypis í ferðina, allir velkomnir.

Skráning hjá Ferðafélag Íslands: www.fi.is


Vettvangsferð Landverndar á virkjunarsvæði norðanlands

LeirhnjukurLandvernd hefur nú ákveðið að blása til vettvangsferðar um jarðhitasvæði í Þingeyjarsýslum. Tilgangur ferðarinnar er að kynnast af eigin raun svæðum sem til stendur að virkja við Þeistareyki, Kröflu og í Gjástykki. Úrvals leiðsögumenn verða með í för en það eru þeir Sigmundur Einarsson jarðfræðingur, Ómar Ragnarsson fréttamaður og heimamennirnir Agnar Kristjánsson og Sigfús Illugason sem ætla að miðla ferðalöngum af þekkingu sinni á stórbrotinni náttúru og sögu þessara svæða.

Ferðaáætlun hljómar í grófum dráttum þannig að farið verður frá BSÍ í Reykjavík kl. 10.00 föstudaginn 26. júní. Á leiðinni norður er m.a. áætlað að ganga á Grábrók í Borgarfirði þaðan sem útsýni er gott yfir hraunin.
Að morgni laugardags er ferðinni síðan heitið inn á virkjunarsvæðið við Þeistareyki þaðan sem gengið verður á Bæjarfjall en af fjallinu er frábært útsýni yfir jarðhitasvæðið og landið umhverfis. Þaðan verður síðan gengið í austurátt að Stóravíti sem er dyngja en frá henni hafa runnið víðáttumikil hraun í átt að Kelduhverfi og til austurs að Jökulsá á Fjöllum. Gígur Stóravítis er hrikalegur ásýndar, 700-1000 m í þvermál og yfir 100 m djúpur. Rétt þar fyrir sunnan hvílir Litlavíti.

Á sunnudagsmorgun liggur leið að Víti, Leirhnjúk, Hreindýrahól, Múlaborgum og Rauðmúla, vestan við Hágöngur, áður en haldið er í Gjástykki sem er sigdæld í sprungurein Kröflueldstöðvarinnar um 5-6 km norður af Kröflu. Þar er lítið jarðhitasvæði sem var að mestu kulnað þegar Kröflueldar hófust 1975. Svæðið lifnaði mikið við Kröfluelda en jarðhitinn hefur dvínað mikið síðan. Frá Leirhnjúk norður í Gjástykki er sprungureinin þakin hraunum frá Kröflueldum og víða má sjá hvernig hraunin hafa runnið yfir sprungur og ofan í þær. Svæðið er skólabókardæmi um gliðnun landsins og það hvernig nýtt land verður til í skarðinu sem myndast þar sem Norður-Ameríkuflekann rekur frá Evrasíuflekanum. Seinni part dags heldur hópurinn heim á leið og er áætlað að koma til Reykjavíkur að kvöldi sunnudags 28. júní um kl. 24 .

Við bendum á að þátttaka í ferðum Landverndar hefur verið mjög góð og því vænlegast að skrá sig sem allra fyrst. Þátttakendur geta valið milli þess að ferðast með flugi eða í rútu milli Reykjavíkur og Akureyrar en vinsamlegast hafið í huga að mikil ásókn er í flug og gistingu á þessum árstíma á Norðurlandi og því aðeins hægt að tryggja flugsæti og gistingu við Mývatn til 3. júní. Frestur til að skrá sig í rútuferð alla leið og gistingu í Reykjahverfi er lengri eða til 10. júní.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Mikil endurnýjun í stjórn Landverndar

Adalfundur09 1Mikið af nýju fólki kom inn í stjórn Landverndar á aðalfundi samtakanna sem fram fór í Norræna húsinu sl. laugardag. Björgólfur Thorsteinsson rekstrarhagfræðingur, mun starfa áfram sem formaður en þau Árni Bragason náttúrufræðingur; Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skipulagsfræðingur; Hrefna Sigurjónsdóttir vistfræðingur; Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur og Jón S. Ólafsson vatnalíffræðingur koma ný inn í stjórnina.

Í stjórn voru fyrir þau Karl Ingólfsson ferðamálasérfræðingur; Sigrún María Kristinsdóttir blaðamaður og nemi í umhverfisfræðum við HÍ; Sveinbjörn Björnsson jarðeðlisfræðingur og fv. rektor Háskóla Íslands
og Þórunn Pétursdóttir landgræðslufulltrúi á Vesturlandi.

Þau Guðmundur Steingrímsson, Guðrún Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir og Magnús Hallgrímsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Auk þeirra hvarf Freysteinn Sigurðsson varaformaður úr stjórn en hann lést í lok síðasta árs.

Á fundinum var ennfremur kosið í fagráð.

Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum:

Ályktun um grænar áherslur í atvinnumálum

Ályktun um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum

Ályktun um styrkingu stjórnsýslu umhverfis- og auðlindamála

Ályktun um umgengni við orkulindir landsins

Ályktun um umhverfisfræðslu í skólum

Ályktun um verndun hrauna á Íslandi

Ályktanirnar má lesa á vef Landverndar:

www.landvernd.is/frettirpage.asp?ID=2312

Nánari upplýsingar í síma 552 5242 eða hjá Björgólfi í síma 864 5866

 


Aðalfundur Landverndar á laugardag

Nú líður að aðalfundi Landverndar sem haldinn verður í Norræna húsinu nk. laugardag, 16. maí kl. 11.00. Nýskipaður umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ávarpar fundinn en að því loknu hefjast venjuleg aðalfundarstörf. Áætluð fundarslit eru kl. 16.00.

Tveir framsögumenn flytja erindi á fundinum; Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri fjallar um náttúruvernd og ferðamennsku og Sigmundur Einarsson jarðfræðingur um verndun háhitasvæða.

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Til upprifjunar

 

Við skulum minnast þess að rannsóknarleyfið var af háflu fyrrverandi iðnaðarréðherra gefið út án þess að gætt hefði verið að lögboðinni aðkomu umhverfisráðherra. Lögmæti útgáfunnar er því ekki hafið yfir vafa og blasir við iðnaðarráðuneytið sinnti ekki skyldum sínum er varðar öflun upplýsinga um náttúruverndarsjónarmið, sbr. kröfu laganna. 

gjastykki SUNN og Landvernd beindu því til yfirvalda að afturkalla leyfið vegna þessara annmarka en ekki var orðið við þeirri tilleitan þó svo leyfið hafi af hálfu fv. iðnaðarráðherra verið gefið út aðeins 2 dögum fyrir kosningar og aðeins 2 dögum eftir fyrst hafði verið um sótt um leyfi fyrir borrannsóknir  en ekki bara yfirborðsrannsóknir af hálfu Lansvirkjunar.  

Það verður seint of oft minnt á það að á háhitasvæðum geta rannsóknaboranir einar og sér haft verulega neikvæð umhverfisáhrif í för með sér, eins og dæmin sanna.


Myndin:Grafa brýtur hraun sem rann á síðustu árum Kröfluelda sem geisuðu frá 1975 - 1984. Ljósmynd Ómar Ragnarsson.

Tvær gamlar fréttir til upprifjunar:

Fram fari opinber rannsókn á leyfisveitingu

Rannsóknarleyfið i Gjástykki: aðeins hálf sagan sögð

 

 


mbl.is Veruleg umhverfisáhrif af rannsóknarholu í Gjástykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ferð um Teigsskóg

 

Þátttaka í könnunarleiðangri umhverfissamtaka á Íslandi um Teigsskóg í Þorskafirði fór fram úr björtustu vonum skipuleggjenda en um 90 manns mættu í gönguna 5. júlí sl. Ferðin var farin til að vekja athygli landsmanna á þeim náttúrugæðum sem þarna eru í húfi en til stendur að leggja veg eftir endilöngum skóginum. Teigsskógur er stærsti skógur á Vestfjörðum. Hann er einn fárra landnámsskóga á Íslandi og er hans fyrst getið í Gísla sögu Súrssonar. Mikill gróður og sjaldgæfar jurtir eru í skógarbotninum og fuglalíf með eindæmum fjölskrúðugt. Á þessum slóðum eru einhver gjöfulustu arnarhreiður landsins og mikill fjöldi farfugla á hér viðkomu vor og haust. Fjölbreytileikinn í landslaginu kom göngufólki skemmtilega á óvart. Drjúgan hluta leiðarinnar var gengið eftir ströndinni sem skreytt er skerjum og sjávartjörnum sem prýddar eru skemmtilegum bergmyndunum.

Teigsskógur 162Teigsskógur 159Teigsskógur 052

Teigsskógur 072Teigsskógur 097Teigsskógur 067Teigsskógur 073Teigsskógur 092Teigsskógur 106Ferlaufungur

Í_könnunarleiðangrinum voru Gunnlaugur Pétursson verkfræðingur og Einar Þorleifsson frá Fuglavernd leiðsögumenn. Lýsti Gunnlaugur áætlunum Vegagerðarinnar og ítrekaði að enginn deildi um að þörf væri á vegabótum, fjallvegir brattir og hættulegir yfirferðar. Fleiri kostir eru þó í stöðunni en að leggja veg eftir endilöngu nesinu og fyrir mynni tveggja fjarða, Djúpafjarðar og Gufufjarðar. Að sögn Gunnlaugs myndi gangnagerð stytta leiðina um 8 km til viðbótar við fyrirhugaða styttingu, auk þess að tryggja umferðaröryggi. Endanleg kostnaðaráætlun fyrir veginn liggur enn ekki fyrir og því óraunhæft að gera samanburð á valkostum. Gangnagerð er oftast dýrari en væntanlega yrði efnistekja í skóginum bönnuð og því þyrfti að flytja allt efni í veginn annars staðar frá. Landssvæðið sem færi undir veginn hefði heldur ekki verið metið til fjár í umhverfismatinu en það er á stærð við 80 fótboltavelli. Gunnlaugur sagði ljóst að meta þyrfti þau verðmæti sem fælust í náttúrunni, bæði fornskóginn og fuglalífið sem þrífst í skjóli einangrunar svæðisins.

Einar tók undir og sagðist telja að leggja hefði þurft mun meiri vinnu í umhverfismat. Ítarlegri rannsóknir hefði þurft að gera á fuglalífi og gróðri á svæðinu. Í umhverfismati er þess getið að krossjurt og ferlaufung sé væntanlega að finna í skóginum og vísuðu leiðsögumenn göngugörpum á báðar plönturnar.

Í upphafi skipulagsferlis höfnuðu Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun alfarið lagningu vegar í gegnum skóginn. Vegagerðin var á sama máli en sveitarstjórnin meðmælt skipulaginu sem varð m.a. til þess að þáverandi umhverfisráðherra, Jónína Bjartmars, hafnaði áliti umsagnaraðila og gaf leyfi til vegagerðar í gegnum skóginn í aðdraganda alþingiskosninga 2007. Fuglavernd og Náttúruverndarsamtök Íslands stefndu úrskurði ráðherra fyrir dómstóla og er búist við að dómur falli í málinu í haust. Efni kærunnar er m.a. að umhverfisáhrif vegagerðarinnar hafi ekki verið metin á fullnægjandi hátt og ógilda beri því úrskurð ráðherra.

Landslag á Vestfjörðum einkennist af litlu láglendi og á það við um hlíðina þar sem leggja á veginn. Ef af vegagerð verður er ljóst að stór hluti skógarins verður jarðýtum að bráð. Óvenju fjölskrúðugt fuglalíf mun einnig heyra sögunni til. Á ferð um Teigsskóg kom ferðalöngum almennt saman um að í húfi væru mikil náttúruverðmæti. Sérfræðingur í hópnum benti á að óröskuð svæði væru í raunverulegri útrýmingarhættu á Íslandi. Vill íslenska þjóðin taka ábyrgð á slíkri eyðileggingu? Eða er kannski tími til kominn að innleiða löggjöf sem kemur í veg fyrir geðþóttaákvarðanir valdhafa í umhverfismálum?

 Sigrún Pálsdóttir, Landvernd.

 


Bútasaumur Skipulagsstofnunar

Fyrir Norðan hefur Skipulagsstofnun tekið ákvörðun um að ekki þurfi að fara fram heildstætt umhverfismat, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. Þá ákvörðun má nálgast hér. Landvernd kærði þessa ákvörðun stofnunarinnar til umhverfisráðherra og krefst þess að fram fari heildstætt umhverfismat, sbr. bréf hér að neðan. Fróðlegt verður að sjá hvort það taki umhverfisráðuneytið sex mánuði að komast að niðurstöðu í því máli rétt eins og í kæru samtakanna er varðaði álver í Helguvík.

Það verður þó að teljast þeim til tekna fyrir norðan að þar fór fram heildstæð skoðun á þeim skipulagsbreytingum sem til þarf vegna áforma um orkuöflun á háhitasvæðunum í Þingeyjasýslum og orkuflutingum þaðan. Þá vinnu má skoða hér. Þessar breytingar fóru í gegnum lög um umhverfismat áætlana og ætti verklag norðlendinga hvað það varðar að vera öðrum til eftirbreyttni. Segja má að verklagið sé vandað þó verknaðurinn sé vondur.

Þá er rétt að minna á að rannsóknarleyfi í Gjástykki var gefið út af iðnaðarráðuneytinu án þess að lögboðinnar umsagnar umhverfisráðuneytisins væri leitað, sbr. 4. tl. 5. gr. í lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Lögmæti rannsókna sem hafa í för með sér jarðrask á því svæði er því ekki hafið yfir vafa og hefur Landvernd gert alvarlegan ágreining við leyfisveitinguna. Landvernd hefur óskað eftir afstöðu umhverfisráðuneytisins við þessa vafasömu leyfisveitingu fv. iðnaðarráðherra á rannsóknarleyfi í Gjástykki og vonast samtökin eftir því að svar berist áður en langt um líður. 

 

 

Kæra Landverndar til umhverfisráðherra: 

 

Umhverfisráðuneytið
Skuggasundi
150 Reykjavík

Reykjavík 18. mars 2008

M.v.í. 14. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum krefst Landvernd ógildingar á ákvörðun kipulagsstofnunnar, dags. 13. febrúar s.l., þess efnis að ekki skuli fara fram heildstætt mhverfismat á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, tækkun Kröfluvirkjunar og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur.


Landvernd tekur undir með Umhverfisstofnun að til þess að hægt sé að taka afstöðu til mhverfisáhrifa einstakra framkvæmda þurfi yfirsýn yfir heildaráhrif allra framkvæmdanna að liggja fyrir. Slík heildarsýn verður best fengin með því að meta umhverfisáhrif framkvæmdanna sameiginlega, sbr. heimildir Skipulagsstofnunar í 2. mgr. 5. gr. laganna.

Í ákvörðuninni kemur einnig fram að af hálfu sveitarstjórna og heilbrigðiseftirlits sé talið skilegt að sameina og samræma umfjöllun um þessar tengdu framkvæmdir eins og kostur sé eð skilvirkum hætti. Það er skoðun Landverndar að skilvirkasta leiðin til sameiningar og amræmingar sé sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna. Alcoa, Landsnet, Þeistareykir og Landsvirkjun vilja hinsvegar ekki láta umhverfismat fara fram með eildstæðum hætti. Það er skoðun Landverndar að sýn Umhverfisstofnunar og sveitarstjórna á mál sem þessi eigi að vega þyngra en sýn fyrirtækja sem grundvalla ákvarðanir sínar og skoðanir út frá mun þrengri hagsmunum en þau stjórnvöld sem um málið fjalla.

Verklag við undirbúning framkvæmdanna er um margt gott og að framkvæmt skuli hafa verið heildstætt mat á skipulagsáætlunum varðandi orkuöflun og orkuflutninga sveitarfélaganna fjögurra sem hlut eiga að máli, sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, ætti að vera öðrum sambærilegum verkefnum til eftirbreytni.

Landvernd telur þann galla helstann á ákvörðuninni að hugsanlegt álver Alcoa á Bakka skuli kilgreint sem orkunotandinn þó það sé utan þess svæðis sem umhverfismat áætlana náði til. Þá er litið á Alcoa sem hagsmunaaðila í málinu þrátt fyrir að fyrirtækið hafi enn ekki tekið ákvörðun um að byggja álver við Húsavík. Í ákvörðuninni er hvorki framleiðslugeta né orkuþörf hugsanlegs álvers skilgreind og verður því að ætla að um það ríki óvissa. Margt endir þó til þess að ef úr yrði væri horft til þess að reisa 250.000 tonna álver. Orkuþörf þess yndi þá líklega samsvara á bilinu 400 – 500 MW afli.

Það er mat Landverndar að ekki sé fast í hendi að orkuöflun af því umfangi muni ganga eftir innan þess svæðis sem umhverfismat áætlananna náði til. Umhverfisáhrif vegna orkuöflunar fyrir hugsanlegt álver gætu því náð langt út fyrir það svæði sem umhverfismat áætlana tók til. Nái markmið Þeistareykja ehf. um orkuölun ekki fram að ganga gæti þurft að ráðast í frekari virkjanir til þess að anna þörfinni. Orkukostir í nágrenninu eru þá Jökulárnar í Skagafirði, Skjálfandafljót eða Jökulsá á fjöllum. Þjórsá gæti einnig nýst í þessum tilgangi en það þá þyrfti væntanlega einnig að reisa háspennulínu yfir Sprengisand.

Að lokum skal því haldið til haga að rannsóknarleyfi í Gjástykki var gefið út af iðnaðarráðuneytinu án þess að lögboðinnar umsagnar umhverfisráðuneytisins væri leitað, sbr. 4. tl. 5. gr. í lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Lögmæti rannsókna sem hafa í för með sér jarðrask á því svæði er því ekki hafið yfir vafa og hefur Landvernd gert lvarlegan ágreining við leyfisveitinguna.

 

Með vinsemd og virðingu,

 

_____________________________________
Bergur Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Landverndar


mbl.is Undirbúningur álvers á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upptaktur fyrir úrskurð umhverfisráðherra?

Það vona ég að hér sé á ferðinni upptaktur fyrir úrskurð umhverfisráðherra sem er væntanlegur á næstu dögum. Í kæru Landverndar er þess krafist að álit Skipulagsstofnunar vegna álvers í Helguvík verði ógilt og að fram fari lögformlegt umhverfismat á framkvæmdunum í heild sinni; álveri og flæðigryfju, háspennulínum og virkjunum. - Það væri í ágætu samræmi við ályktun flokksstjórnarinnar ef ráðherra myndi verða við kröfu Landverndar.

Verði ráðherra við kröfunni yrði það líklega banabiti áformanna um álver í Helguvík. Álit Skipulagsstofnunar er forsenda nýlegs byggingarleyfis Norðuráls og verði það ógilt eru forsendur leyfisveitingarinnar brostnar.

Flýtirinn við útgáfu byggingarleyfisins má líklega rekja til þess að ekki er hægt að veita nema einu álveri losunarheimild, skv. Íslenska Kyoto ákvæðinu. Fái fleiri álver losunarheimild myndi losun skv. ákvæðinu fara yfir 1,6 milljón tonna á síðasta ári samningstímabilsins. Það þætti ekki góð latína í alþjóðlegum samningum að koma með nýja losun upp á um eða yfir 2 milljónir tonna inn í nýtt samningstímabil þegar samið var um 1,6 milljón tonna meðallosun á gildistíma þess samnings sem nú er í gildi, 2008-2012.

Kæru Landverndar, og fleiri gögn tengd málinu,  má nálgast  á heimasíðu Landverndar.

 


mbl.is Græn skilaboð flokksstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefna til varnar þjóðgarði og Þingvallvatni

Pétur M. Jónasson prófessor hefur höfðað mál gegn Vegagerðinni til að koma í veg fyrir vegagerð sem myndi valda óafturkræfum spjöllum á Þingvallvatni, lífríki þess og umhverfi. Í stefnu, sem var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í gær, er þess krafist að úrskurður umhverfisráðherra, frá 10. maí 2007, um mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar, verði ógiltur.

Nánari upplýsingar og stefnuna í heild sinni má nálgast hér.

Sjá einnig frétt í 24 stundum í dag - "Vegagerðin fór rangt með rangt mál" Umsögn til UNESCO um afstöðu Umhverfisstofnunar ekki rétt, hér á pdf formi.


mbl.is Stefnir Vegagerðinni til að stöðva nýjan Gjábakkaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband